Lamaður tími...

Síðasti mánuður hefur verið nánast sem lamaður tími. Á nánast hverjum degi hafa komið fram upplýsingar eða fréttir sem gera mann orðlausan. Stjórnmálamenn segja ósatt af stöðu mála, fréttir af afskriftum skulda bankamanna settu þjóðfélagið á annan endann í gær, menn sem grátbáðu um hjálp IMF koma síðan og láta eins og stungnir grísir þegar þau meðul sem sjóðurinn hyggst beita koma fram í dagsljósið. Bloggsíður hafa verið virkur miðill í þjóðfélagsumræðunni. Síðasta töfralausnin í umræðunni er Finnska leiðin, hipp hipp! Þegar verst var fór atvinnuleysi í Finnlandi í 30% og í Norður Finnlandi og Lapplandi í 50%. Takk, má ég biðja um eitthvað annað. Börn þessa fólks fremja ódæði í skólum í dag. Þetta kemur fram í viðtali við Sigurbjörgu Árnadóttur sem bjó í Finnlandi á þeim tíma sem heyra í þættinum Í mótbyr, korter um kreppuna sem fluttur var korter í tólf á rás eitt í dag og klukkan eitt á rás 2. Ég hvet alla til að hlusta á þetta viðtal. Hún hvetur til að reiði fólks verði virkjuð til að hjálpa til við að leysa ástandið og varar við tali um skyndilausnir. Aðdragandinn að kreppunni í Finnlandi var mjög líkur og við ættum að leggja eyrun að því sem gerðist þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

H

Raggi litli (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:19

2 identicon

Hvernig er hægt að virkja reiði fólks til að laga ástandið??????????

Raggi litli (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:21

3 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

hmmm.... góð spurning Raggi litli, láta það finna að það hafi áhrif á viðbrögð stjórnvalda og atburðarásina. Ef það hefur hugmyndir til að bæta ástandið, hjálpa því þá að koma þeim sem eru góðar í framkvæmd. Veit ekki...

Erna Bjarnadóttir, 4.11.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband